Áhugaverð frétt um lokun á spjallþræði hjá Víkurfréttum. Það hafa einhver leiðindi verið í gangi þarna, meiraðsegja búið að kæra fyrir ærumeiðingar og fleira. Það er líklega nauðsynlegt að þetta verði tekið fyrir, þeir aðilar sem halda úti svona spjallþráðum verða að bera ábyrgð á þeim. Það er ólíðandi að koma upp svona umræðuvettfangi og leyfa fólki að komast upp með hvað sem er þar.
Við á Vantrú höfum athugasemdakerfi og við höfum þurft að eyða út athugasemdum, ég man til dæmis eftir kommenti um biskupinn sem við höfðum engan áhuga á að bera ábyrgð á. Sama gildir um athugasemdakerfið hér, ég er í hlutverki ritstjóra hér og ber ábyrgð á því sem er sagt hér. Því miður er þetta ekki reglan á Netinu, fjölmargir henda upp spjallkerfi og hafa ekki vilja til að bera ábyrgð á því. Kannski verður þetta mál til þess að þetta fólk skoði sín mál.
ps. ef það eru einhverjar villur hér þá er það vegna þess að ég er að skrifa í fartölvunni og ég virðist ekki geta tjáð mig hér.