Í gær voru liðin fimm ár frá því að við Eygló spjölluðum fyrst almennilega saman, það var á Ircinu. Reyndar höfðum við áður haft einhver samskipti á Ircinu, til dæmis bað Eygló mig einu sinni um op og ég kickbannaði hana (Ircmál), hún notaði síðan ákaflega ljótt orð til að lýsa áliti sínu á mér. En við töluðum saman á netinu, hringdum í hvort annað, síðan fór ég til Vopnafjarðar að hitta hana, hún endaði síðan með því að flytja til mín þegar hún fór í skóla til Akureyrar. Allt kom þetta á óvart og var óundirbúið, mér fannst hún of ung fyrir mig þá og hún var það náttúrulega. Þegar við byrjuðum saman þá var ég tvítugur og hún sextán ára, þetta lítur betur út þegar ég er að verða 25 og hún að verða 21 árs. Þetta samband hefur virkað ótrúlega vel og ég vona innilega að við höldum þessu bara áfram.
Mér fannst nokkuð skondið þegar ég komst að því að Queenaðdáandinn Sigurrós og hennar maður, hann Jói, hafi líka hist á Ircinu á mjög svipuðum tíma og við Eygló. Þar að auki er líka 4 ára aldursmunur á þeim (20-24 þegar þau hittust).
Um daginn var ég að fara að slökkva á þættinum Fólk með Sirrý en sá að parið þar var að tala um að þau hefðu hist á Ircinu, ég horfði á með öðru auganu þegar Eygló spyr hvort að þetta sé ekki Ólafía Queenaðdáandi og bloggari. Ég veit ekki hvernig Eygló vissi þetta en þetta var hárrétt hjá henni.
Mér finnst fyndið að við Queenaðdáendurnir förum sömu leiðina til að finna ástina.
Markmiðið er síðan ennþá að stofna Queenaðdáendaklúbb.
19 og 23 reyndar 🙂
Er þá Freddy Mercury Amor?
Ansi er Eygló mannglögg! Jú jú þetta vorum við skötuhjúin hjá henni Sirrý (við rétt svo þorðum að horfa á þetta fyrst núna í dag). Veit ekki hvað þetta er með okkur Queen-aðdáendur 😉 En já ég býð ennþá eftir boði á stofnfund aðdáendaklúbbs!