Angraður af kosningatölvu?

Það er athugasemd við færsluna hér að neðan þar sem einhverjum finnst ekki merkilegt að Síminn sé að angra mig, mér líður náttúrulega ákaflega illa út af þessu.

Það sem vakti áhuga minn á þessu kommenti er að þegar ég fletti upp ip-tölunni þá fékk ég þetta út: „kosn157.rhi.hi.is“ Það eina sem mér kemur í hug þegar ég skoða þetta er að hér sé komin talva sem er notuð í kosningum til stúdentaráðs. Ætli það sé rétt? Ætli þetta fólk hafi ekkert betra við tíman að gera en að lesa hvað ég hef að segja.

Annars þá hef ég tekið þann kost að kjósa ekki í þessum kosningum, ég sé ekki að það skipti nokkru máli hver er kosinn í þetta, þetta fólk ekki eftir að gera nokkuð sem máli skiptir.