Ófrumlegt pakk

Svo virðist sem sumt fólk ruglist á mér og einhverjum sem er ekki alveg skítsama um álit þess. Um daginn fannst einhverjum alveg nauðsynlegt að segja mér að sér þætti Survivor ómerkilegt sjónvarspefni og í dag virðist hefur einhver gríðarlega þörf á því að segja mér að þeim finnist ómerkilegt að ég sé að tala um sms bögg frá Símanum.

Það eina sem er raunverulega móðgandi við þetta er sú hugmynd að mér sé ekki skítsama um hvað þessu leiðinlega fólki finnst. Eitthvað pakk sem hefur ekki einu sinni nægt hugrekki til að bögga mann undir eigin nafni.“Ónei, ég fer að gráta, ó hvað þetta særir mig, einhverjum slefandi hálfvita finnst ég ómerkilegur.“

Maður ranghvolfir bara augunum þegar maður hugsar um þetta. Getið þið ímyndað ykkur eitthvað aumkunarverðara heldur en manneskja sem er yfir tvítugt (miðað við að þetta kemur af Háskólasvæðinu) og finnst þetta í alvörunni sniðugt. „híhí, ég særði örugglega tilfinningar hans og ég skrifaði þar að auki að emailið mitt væri joitilli@hotmail.com, af því ég er sko fyndinn.“

Ef þetta böggar mig einhvern tíman í alvörunni þá get ég náttúrulega eytt þessu en ég nenni bara ekki að hafa fyrir því. Önnur ástæða fyrir því að eyða þessu ekki er sú að þessar athugasemdir láta mig líta út einsog Þórberg Þórðar í samanburðinum.