Ég sá núna áðan heimskulega athugasemd við frétt á Vísi. Ég kíkti á Facebook síðu gamla mannsins sem skrifaði athugasemdina. Þar var mynd af gamalli konu sem gamli maðurinn var að tala um að hann saknaði. Við myndina voru síðan alveg ótrúlega ósmekklegar athugasemdir á kostnað konunnar.
Ef ég hefði ekki haft efasemdir þá hefði ég tekið skjáskot af þessu og hneykslast á þessu. En efasemdirnar voru til staðar. Ég fletti upp nafni gamla mannsins og hann er hvorki til í þjóðskrá né Íslendingabók. Ég gúgglaði síðan myndina af honum og þá kom í ljós að hún er bandarísk. Reyndar gat maður séð þegar maður opnaði myndina að bolur mannsins var merktur liði í bandarískum fótbolta.
Þannig að maður verður stundum að skoða Facebook, og þar af leiðandi athugasemdir sem birtast á t.d. DV og Vísi, með rannsakandi auga ef maður ætlar ekki að falla í gildrur trollarana.