Mig langar að nýta litlu lélegu myndavélina mína til að láta inn einfaldar og skemmtilegar myndir úr daglega lífinu, ef ég nenni. Vandamálin er hins vegar nokkur. Fyrst skal telja formvandamálið, þegar myndirnar koma úr vélinni eru þær á bmp formi en ég vill hafa þær á jpg formi. Ég myndi síðan helst vilja taka og minnka myndirnar því þær verða alltaf fallegri svoleiðis. Síðan er málið að koma þeim á netið. Það ætti að vera einfalt af því Háskólasvæðið er drif hjá mér en þegar ég læt myndir beint þangað verð ég að breyta stillingum á myndum til að fólk geti séð þær og það geri ég ftp-forriti (það hlýtur að vera til betri aðferð) þannig að einfaldara væri að senda myndirnar beint með ftp. Síðan þarf maður að útbúa html handvirkt til að skella þeim í færsluna. Þetta mætti vera einfaldara, einhverjar hugmyndir?