Metallica?

Ætti maður að fara á Metallicu? Veit ekki. Ég kíkti á lagalistann á nýlegum tónleikum og sá þar nokkur lög sem væri frábært að heyra en síðan nokkuð mörg sem ég er ekkert spenntur fyrir. Eygló er jafn óspennt. Tónleikarnir eru síðan rétt á undan Placebo þannig að þetta væri dáltið óhóf. Þegar ég heyrði að Placebo væri á leiðinni þá vorum við ekki í neinum vafa um að við ætluðum að fara, kannski að maður ætti ekki að vera henda pening í svona nema að maður sé raunverulega spenntur. Ætli maður sjái síðan eftir því ef maður fer ekki? Annars er Metallica að einhverju leyti hljómsveit sem þrífst ennþá á fornri frægð, ef þetta væri Metallica 1991 þá færi maður örugglega en núna? Kannski.

6 thoughts on “Metallica?”

  1. Vissulega átti Metallica sína lægð, en mér fannst þeir rísa djöfulli hressir úr öskuhrúgunni með St. Anger. Við hjónin erum þokkalega gallhörð á því að fara.

  2. Æji jú, mig langar meira á þessa tónleika en Pixies og Foo Fighters samanlangt og þá er nú mikið sagt.

  3. Æ, afsakið dynkinn. Ég var að hlusta á Metallica og vissi ekki til fyrr en ég var farinn að stappa í gólfið í takt við lagið 🙂
    Þokkalega ætla ég á tónleikana.

  4. Sá þá 1989 og þeir voru magnaðir. Sá þá aftur 10 árum seinna og þetta var ekki sama bandið. Allt power og djöfulgangur farið, grútmáttlaust og leiðinlegt. Viljirðu sjá/heyra í hljómsveit sem er enn jafn fersk og frábær og fyrir 20 árum mæli ég með Slayer. ÞAÐ er upplifun.

Lokað er á athugasemdir.