Karlmenn eru aumingjar

Ég hef verið meira og minna að hlusta á Unun síðan Dr. Gunni var að tala um hljómsveitina um daginn, hlustunin náði hápunkti eftir að Nælon tók Ununarlag. Unun var frábær hljómsveit og *Ótta* er vissulega betri plata en *æ* (örugglega bara af því Biggi spilar á sex lögum þarna 🙂
Doktorinn var að kvarta eitthvað yfir *Sumarstúlkublús*, *Geimryk* og *Við við viðtækið*, fannst þau of hress. Ég skil ekki þessa gagnrýni Doktorsins, þetta eru fín lög og nauðsynlegur hluti af plötunni, sérstaklega *Geimryk* og *Sumarstúlkublús* (jafnvel þó Biggi trommi ekki þar). Það er ákaflega gaman að syngja “karlmenn eru aumingjar”, hugsanlega syng ég það af of mikilli innlifun.

Mig grunar að Gunni telji að þessi lög séu hættulega nálægt því að vera popp og það væri nú dauðasynd, eða hvað? Má Doktorinn ekki gera eitt og eitt popplag án þess að finnast hann vera að selja sál sína? En ég veit svo sem ekki hvað hann er að hugsa.

*Karlmenn eru aumingjar*
*alltaf sama ruglið þar*
*enn og aftur, endalaust kjaftæði í þeim!*