Nú fatta ég titilinn…

Ég fór á geisladiskamarkað, við keyptum þrjá diska og einn dvd-disk.

  • The Best of Nik Kershaw, hetja allra tíma og uppáhaldið mitt og Önnu systur.
  • Eivör Pálsdóttir með samnefndan disk, ekki jafn góður og Krákan en peningana virði.
  • Tíu fingur upp til guðs með Heiðu og Heiðingjunum, ég var ákaflega glaður þegar ég fattaði titilinn, sá brandari réttlætti einn og sér þau kaup. Ég vissi reyndar ekki að Biggi spilaði á disknum, hélt að hann hefði verið í útlöndum þegar platan var tekin upp. Það var skondið að ég hitti einmitt Frelsarann af Vantrú þegar ég var að fara að borga, þar voru þrír Vantrúarseggir komnir saman þó einn væri einungis í stafrænu formi.
  • Soulmates never die: Live in Paris 2003 með Placebo, tónleikar á dvd, fín upphitun fyrir júlí.