Vampyr (1932) 👍🖖
{63-47-ø-16}

Undarleg mynd sem féll mér í geð. Gerð á undan Dracula (1932) en gefin út seinna og floppaði.

Söguþráður myndarinnar er óskýr og skiptir kannski ekki máli. Í staðinn er þetta upplifun. Andrúmsloft og sjónbrellur sem grípa áhorfendur. Vonandi. Í myndinni sjáum við töluvert af tæknibrellum sem Francis Ford Coppola notaði seinna í sinni Drakúlamynd.

Þar sem Vampyr og Nosferatu nota mikið skugga velti ég fyrir mér hve mikil áhrif skuggamyndir Lotte Reiniger höfðu áhrif á þýska kvikmyndagerð á þessum tíma. Ég get vel ímyndað mér tengsl þarna á milli (og er væntanlega ekki fyrstur til að pæla í því). Þó frægasta mynd Reiniger sé frá 1926 var hún búin að gera einhverjar myndir áður en Nosferatu kom út.

Mér þótti klæðnaður og förðun persónunnar Giséle (Rena Mandel) minna töluvert á það sem við hugsum um sem „goth“ eða „emó“ í dag. Það væri gaman að skoða hvernig sú ímynd hefur orðið til og þróast í tengslum við vampírumyndir.

Þessi er örugglega ekki allra en hún er allavega nógu stutt til að fæstir pirrist mikið á henni.

Uppgjör mitt við 2024 kvikmyndir og Óskarinn

Það er ekki galli að Óskarinn fari ekki fram fyrren í mars. Það er bara eðlilegt. Það er ótrúlega kjánalegt að í lok desember sé farið að búa til lista og jafnvel verðalauna það besta frá árinu. Það þarf augljóslega lengri tíma. Þannig að mitt álit er auðvitað mun betur ígrundað en það sem fólk kom með í janúar eða febrúar.

Óskarinn er auðvitað byggður á bandarískum frumsýningarárum. Sem ruglar kerfið. Sumar eru sýndar á kvikmyndahátíðum árið áður en þær fara í almenna dreifingu. Sama gildir með „alþjóðlegu“ myndirnar sem hafa oft verið sýndar um víða veröld áður en þær koma til Bandaríkjanna.

Ég ætla ekki að giska á hvaða myndir vinna Óskarinn. Það er ágætur partíleikur en mig langar frekar að trana fram mínum eigin skoðunum. Ég fer ekki djúpt í hverja mynd fyrir sig enda hef ég skrifað um þær flestar.

Hvað varðar Óskarsverðlaunatilnefningar hef ég sett strik í gegnum titla þeirra mynda sem ég hef ekki séð. Sama gildir um flokka sem ég hef ekki sérstaka skoðun á.

Líklega eru teiknimyndirnar¹ eini flokkurinn þar sem ég get fullyrt um.

¹ Kvikmynd væri reyndar frábær þýðing á animated film. En það er víst frátekið.

Mínar skoðanir

Sterben: Besta mynd ársins 🏆

Ég held, en hef ekki staðfest það, að Sterben hafi ekki verið frumsýnd í Bandaríkjunum og sé því ekki talin með. En hún var hiklaust best.

Aðrar mjög góðar (í stafrófsröð)

Anora

Frábær og óvænt. Eins konar svar við Pretty Woman.

Fancy Dance

Myndin er oftast talin frá 2023 en ég leyfi henni að flakka með.

Ghostlight

Mig minnir að Leonard Maltin hafi mælt með þessari og hún er bara frábær. Fer næst því að skáka Sterben.

Hundreds of Beavers

Hundruð bifra, kannski þúsundir. Fyndnasta mynd ársins.

Jim Henson: Idea Man

Við Ingimar vorum að horfa á einhverja Disney-teiknimynd og tókum í kjölfarið eftir þessari heimildarmynd og létum vaða. Hún hefði mátt fá meiri athygli. Líklega kom hún aldrei í bíó en ég mæli með henni. Annars hef ég ekki séð neina mynd sem fékk tilnefningu í flokki heimildarmynda.

Love Lies Bleeding

Skemmtilegasta bíóreynsla ársins. Mynd sem gefur kjaftshögg (á góðan hátt). Áður en ég sá Sterben hefði ég líklega sett hana í efsta sætið yfir myndir ársins. Aðalleikkonurnar hefðu átt að fá tilnefningar.

Memoir of a Snail

Frábær stopphreyfimynd. Tilfinningarík og falleg á sinn hátt.

Sing Sing

Stórkostleg bíómynd. Synd að hún hafi ekki verið tilnefnd sem besta myndin.

Strange Darling

Önnur frábær bíóupplifun. Full keyrsla. Óvænt.

Óskarstilnefningar

Besta myndin

Anora 🏆

Það kom mér á óvart hve skemmtileg Anora var en hún er líka dramatísk og sannfærandi.

The Brutalist

Ofmetnasta kvikmynd ársins, allavega af gagnrýnendum.

A Complete Unknown

Mætti vinna.

Conclave

Myndin tekur sjálfa sig full alvarlega.

Dune: Part Two

Mjög sérstakur strákur nær að vera góður í eiginlega öllu. Hér var reynt að troða alltof miklu inn þannig að persónuþróun virðist nær handahófskennd.

Ofmentasta mynd ársins af hálfu almennings. Ótrúlega kjánalegt hve háa einkunn hún fékk frá áhorfendum þegar hún var frumsýnd. Bækurnar eru líka ofmetnar.

Emilia Pérez

Vel meint en illa heppnað.

Ainda Estou Aqui

Sú sem ég myndi vilja sjá en hef ekki komist í.

Nickel Boys

Oft er stíll á kostnað innihalds en hérna er innihald, það er bara í skugganum á innihaldinu.

The Substance

Ef það eru líkur á að ég fái höfuðverk af því að horfa á mynd þá er hún ekki gerð fyrir mig. Sleppti þessari viljandi.

Wicked

Eiginlega hálf mynd. Varla hægt að dæma. Margt skemmtilegt samt.

Leikari í aðalhlutverki

Adrien Brody, The Brutalist

Þau notuðu víst einhverja gervigreind fyrir ungverska hreiminn. Enginn furða að þetta hafi farið illa í eyrun á mér. Ég segi nei takk.

Timothée Chalamet, A Complete Unknown

Hann getur alveg leikið þegar hann fær efnivið.

Colman Domingo, Sing Sing 🏆

Úr mynd sem var stútfull af frábærum leikurum. Colman á verðlaunin hiklaust skilið.

Ralph Fiennes, Conclave

Mjög fínn en kannski bjóst ég við meiru af honum.

Sebastian Stan, The Apprentice

Ég er bara ekki í stuði til að horfa á mynd um Trump þessa daganna. Ég veit að hann er skíthæll.

Leikkona í aðalhlutverki

Cynthia Erivo, Wicked

Mjög fín. Veit ekki með verðlaun.

Karla Sofía Gascón, Emilia Pérez

Meh.

Mikey Madison, Anora

Alveg frábær. Hiklaust sú sem ég myndi velja með fyrirvara um að ég hef ekki góða yfirsýn á þennan flokk.

Demi Moore, The Substance

Fernanda Torres, Ainda Estou Aqui

Leikari í aukahlutverki

Yura Borisov, Anora

Ákaflega góður. Það hefði verið auðvelt fyrir hann að hverfa í bakgrunninn af því hann segir svo lítið.

Kieran Culkin, A Real Pain

Alveg frábær. Mætti vel vinna.

Edward Norton, A Complete Unknown 🏆

Leiksigur. Á verðlaunin skilið.

Guy Pearce, The Brutalist

Fínn en ekkert mikið meira.

Jeremy Strong, The Apprentice

Leikkona í aukahlutverki

Monica Barbaro, A Complete Unknown

Góð en fékk ekki mikið að gera.

Ariana Grande, Wicked

Veit ekki með „besta“ en hún var með áberandi góðan ryþma fyrir grínleik.

Felicity Jones, The Brutalist

Suðandi gervigreindarhreimur.

Isabella Rossellini, Conclave 🏆

Ákaflega góð. Mætti vinna.

Zoe Saldaña, Emilia Pérez

Fín þannig séð en …

Teikni- og aðrar ólifandi myndir

Kisi

Ekki jafn hrifinn og aðrir. Kannski sérstaklega pirraður á stílnum.

Inside Out 2

Önnur góð Pixar mynd. En ekki best.

Memoir of a Snail 🏆

Hiklaust allra besta myndin í þessum flokki. Það hefði mátt tilnefna hana sem bestu myndina.

Wallace & Gromit: Vengeance Most Fowl

Önnur góð Wallace & Gromit. Svipað og Inside Out 2. Ekki nógu góð til að verðlauna.

The Wild Robot

Fín en ekki mikið meira en það.

Alþjóðlega myndin

Ainda Estou Aqui

Pigen med nålen 🏆

Mjög hryllileg hryllingsmynd. Mætti vinna en ég efast samt um það.

Emilia Pérez

Sjá ofar.

Dane-ye anjir-e ma’abed

Kisi

Sjá ofar.

Leikstjórn

Sean Baker, Anora

Hiklaust mitt val.

Brady Corbet, The Brutalist

Meh, stílæfingar og tilgerðarleiki.

James Mangold, A Complete Unknown

Ég yrði ekki fyrir vonbrigðum ef hann myndi sigra.

Jacques Audiard, Emilia Pérez

Nei takk.

Coralie Fargeat, The Substance

Handrit (upprunalegt)

Anora 🏆

Mitt val.

The Brutalist

Nei takk. Engin verðlaun fyrir fólk sem veit ekki hvernig á að stytta textann sinn.

A Real Pain

Mætti vel vinna.

September 5

The Substance

Handrit (aðlagað)

A Complete Unknown

Mjög góð.

Conclave

Sjá ofar.

Emilia Pérez

Alls ekki.

Nickel Boys

Neibb.

Sing Sing 🏆

Ein besta mynd ársins, hefði átt að fá fleiri tilnefningar.

Tónlist (lag)

“El Mal” from Emilia Pérez

Man ekki einu sinni eftir því. Kannski eitt af fínu lögunum.

“The Journey” from The Six Triple Eight

“Like a Bird” from Sing Sing 🏆

Gott.

“Mi Camino” from Emilia Pérez

Man ekki einu sinni eftir því. Kannski eitt af fínu lögunum.

“Never Too Late” from Elton John: Never Too Late

Nú gæti ég hlustað á lagið en það er ekki hægt að dæma það án þess að heyra það í samhengi myndarinnar og þvert á fullyrðingar um annað þá er það of seint.

Listræn stjórnun, kvikmyndaupptaka, búningar, förðun og hárgreiðsla.

Í þessum flokkum finnst mér Nosferatu ekki eiga neina raunverulega samkeppni. Hún var ótrúlega flott útlitslega séð.

Jarin Blaschke, Nosferatu 🏆

Nosferatu 🏆

Nosferatu 🏆

Linda Muir, Nosferatu 🏆

Tek ekki afstöðu

  • Besta heimildarmyndin
  • Besta stutta heimildarmyndin
  • Besta stuttmyndin
  • Besta stutta teikni- eða önnur hreyfimynd
  • Sjónbrellur
  • Klipping
  • Tónlist

Nickel Boys (2024) 🫳
{62-46-44-ø}

Efnilegur sautján ára svartur strákur á sjöunda áratugnum er sendur í unglingafangelsi fyrir engar sakir. Þar er farið með svörtu strákana eins og þræla.

Áhugaverð saga fellur í skuggann af tilgangslitlum stílæfingum. Aðalpersónurnar eru sjónarhorn okkar. Það er ruglandi á köflum. Síðan koma undarlegir millikaflar um tunglferðir sem ég get ímyndað mér krókaleiðir til að tengja við söguþráð myndarinnar en ég skil samt ekki af hverju.

Myndin er í gamaldags 4:3 hlutföllum sem við munum flest að var staðlað hlutfall fyrir sjónvarp. Þar að auki er þetta svokallað akademíuhlutfall sem var algengasta hlutfallið á bíómyndum áður en samkeppni við sjónvarp gerði breiðtjaldsmyndir algengari. Það er pæling á bak við þetta en mér finnst það passa ákaflega illa við þá hugmynd að við sjáum myndina í gegnum sjónarhorn strákana. Augun okkar eru hlið við hlið sem er ástæðan fyrir því að breiðtjaldið virkar svona vel. Hlutfallið fjarlægir okkur frá sjónarhorninu.

Leikararnir eru mjög góðir en myndin sjálf verður bara þreytandi þegar á líður.

Ekki fyrir mig.

Anora (2024) 👍👍
{61-45-43-15}

Kona sem vinnur sem fatafellu og tekur að sér tilfallandi tengd störf kynnist ungum ríkum rússneskum manni og samband þeirra blómstrar. Á sinn hátt. Síðan kemur vesenið.

Það er hægt að segja að Anora kallist á við Pretty Woman. Um leið er hún ekki á ólíkum slóðum og Companion. Svona eins og þessar tvær sögur hafi verið sameinaðar og færðar í raunveruleikanum.

Þessi mynd leit út fyrir að vera meira drama og minni fyndni. Það er eiginlega öfugt. Ég hló alveg rosalega á köflum. Dramað er í öðru sæti meginhluta myndarinnar.

Þessi keppir við A Complete Unknown sem uppáhaldsmyndin mín af þeim sem eru tilnefndar sem besta myndin. Mikey Madison er tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki og hún mætti alveg vinna.

Myndin er frá Sean Baker, hann samdi handritið, klippti og leikstýrði. Hann mætti líka fá Óskarsverðlaun í einhverjum flokkum sem hann er tilnefndur. En ég var líka voðalega hrifinn af myndinni hans The Florida Project.

Góð mynd, mæli með. Ef kynlífsatriði trufla ykkur ekki óhóflega.

Ghostlight (2024) 👍👍
{60-44-42-ø}

Hægt og rólega kynnumst við fjölskyldu sem gengur í gegnum erfiða tíma. Faðirinn álpast inn í áhugaleikhúsuppfærslu á Rómeó og Júlíu.

Þetta var stórkostleg mynd. Ein af bestu myndum síðasta árs. Hjartnæm og ekta tilfinningar á persónulegum skala. Fólk lifir í gegnum listina en ekki á þeim stóra skala sem við sjáum í The Brutalist en heldur á litlu sviði þar sem enginn býst við miklu.

Ég elskaði hvernig leikritið var í takt við söguþráð myndarinnar í stíl við Shakespeare sjálfan sem notaði gjarnan leikrit innan leikrits í sínum verkum.

Það voru engir leikarar í myndinni sem ég kannaðist við. Sem er viðeigandi. Kjarni myndarinnar er fjölskylda sem er leikin af fjölskyldu. Þau voru frábær.

The Brutalist (2024) 🫴
{59-43-41-14}

Sko, það pirraði mig að hann var ekki brútalisti. Bara flottur titill sumsé en virkar ekki á mig af því það er raunverulegur arkítektúrstíll.

Arkítekt lifir af Helförina. Fer til Bandaríkjanna en kona hans og frænka verða eftir í Ungverjalandi. Harkar í svolítinn tíma. Kynnist ríkum hálfvitum og fær tækifæri til að hanna fyrir þá byggingu. Peningar og list í átökum. Heimilislífið í molum.

Myndin er nærri því jafn löng og Lawrence of Arabia en vinnur ekki fyrir því. Það eru ákaflega flott atriði inn á milli en stundum virkar það bara tilgerðarlega. Á sinn hátt er myndin algjör andstaða við fúnksíonalistastíl aðalpersónunnar. Þetta er íburðarmikið og heildin hefði mögulega verið betri með því að taka út skreytingarnar.

Kannski var hreimurinn hjá aðalleikurunum vel heppnaður. Hann var farinn að pirra mig undir lokin. Felicity var betri í Rogue One.

Tónlistin gerði ekki mikið fyrir mig. Kannski var hljóðkerfið stillt asnalega en ég fann allavega nokkrum sinnum fyrir að bassinn varð óþægilegur.

Anarkistinn var ákaflega fyndinn.

A Real Pain (2024) 👍👍
{58-42-40-13}

Tveir frændur sem hafa misst sambandið fara saman til Póllands á slóðir ömmu sinnar og að kynna sér sögu gyðinga í landinu. Frændurnir eru mjög ólíkir. Annar hefur selt sig kapítalismanum en hinn gerir eiginlega ekkert. Undir niðri eru tilfinningar. Eins og gerist oft. 

Jesse Eisenberg skrifaði handritið, leikstýrði og leikur annað aðalhlutverkið. Hann fellur samt í skuggann af Kieran Culkin sem leikur á móti honum og er tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki (þó þetta sé í raun aðalhlutverk, asnalegt kerfi). Auðvitað er hlutverkið betra en Culkin gerir þetta bara svo vel. Hann er skrýtni gaurinn. Hann er plágan og sársaukinn. En auðvitað finna þeir báðir fyrir sársauka, eins og allir, sbr. titilinn.

Þó Edward Norton eigi verðlaunin skilin fyrir frammistöðu sína í A Complete Unknown þá væri ég ekkert leiður þó Culkin myndi vinna.

A Real Pain er nákvæmlega 90 mínútur sem er orðið mjög sjaldgæft. Það mætti gerast oftar en þá mætti líka sleppa hléinu. Hún var ekki að flýta sér, hún var ekki snubbótt, bara gerði það sem þurfti að gera. Það eru mjög áhrifamikil atriði í myndinni en hún er líka ógurlega fyndin.

True Lies (1994) 🫴
{57-ø-ø-12}

Gömul mynd þannig að hér eru höskuldar. Hún er meira að segja frá því merka kvikmyndaári 1994. Schwarzenegger og Cameron saman á ný. Hvað gæti brugðist?

Það er skemmtilegar brellur og klassískar línur frá Arnold. En. Æ. Þetta eldist ekki sérstaklega vel. Myndin er of löng. Kannski hafði ég einhverja samúð með aðalhetjunni þegar ég sá hana á sínum tíma. Hann heldur að konan hans sé að halda framhjá honum og gengur af göflunum. Núna er erfitt fyrir mig að hugsa ekki bara um alla kallana sem leyfa sínum innri incel að taka völdin og gera líf kvenna sem þeir þykjast elska að algjöru helvíti.

Hryðjuverkamennirnir eru vandræðalegar steríótýpur. Þar að auki er bara óendanlega kjánalegt að þeir séu klæddir eins og fólk ímyndar sér að hryðjuverkamenn sé klæddir. Þetta er auðvitað ekki alvarleg mynd en kommon.

Ég á einhvern veginn auðveldara með að sætta mig við Arnold að fljúga Harrier og bjarga dóttur sinni úr krana en að enginn fatti að það er tiltölulega auðvelt að ná einhverju úr steypu sem hefur ekki einu sinni fengið að harðna í heila klukkustund.

Eliza Dushku leikur dóttur aðalpersónunnar. Afskaplega lítil og sæt (og ég var að lesa um hverju hún lenti í við tökur á myndinni eftir að hafa skrifað þetta allt, úff). Því miður á hún verstu foreldra í heimi. Þau bara skilja fjórtán ára dóttur sína ítrekað eftir eina og eftirlitslausa. Var ekki hægt að koma henni í gistingu hjá vinafólki?

Ég fór á Total Recall (1990) í fyrra og hún hafði elst mikið betur. Enda er sú mynd vel heppnuð ádeila (þó það hafi farið framhjá mörgum í gegnum tíðina). Er True Lies ádeila á hasarmyndir síns tíma? Varla. Allavega ekki góð sem slík.

Sterben (2024) 👍👍
{56-41-39-11}

Sterben – já, þriggja tíma þýsk mynd um dauðann var besta mynd ársins, hvað annað?

– Ásgeir H Ingólfsson

Sama dag og Ásgeir tilkynnti að hann væri með krabbamein sagði hann að Sterben, Deyja (eða Deyjandi), væri besta mynd 2024. Hann hafði áður skrifað um myndina á Smyglið. Þar sem smekkur okkar Ásgeirs fór ekki alltaf saman var ég ekki viss um hvað mér finndist. Ég fór samt á hana um leið og ég kom heim frá Vopnafirði þar sem ég var á jarðarför.

Myndin fjallar um fjölskyldubönd, vináttu, ást og list. Mjög einfalt. Ef þið viljið nánari útlistun getið þið kíkt á hvernig Ásgeir súmmeraði hana upp.

Ég var tilbúinn því að þetta væri erfið mynd en hún var það í raun ekki. Allavega ekki miðað við umfjöllunarefnið. Hún var líka fyndin. Reyndar voru greinilega ekki allir bíógestir sammála mér því stundum var ég einn um að hlæja. Fyndin en auðvitað tragíkómísk.

Sterben er þrír tímar að lengd. Þó hún hafi ekki verið langdregin þá fann ég alveg fyrir lengdinni. En mér var sama.

Í stuttu máli virðist Ásgeir hafa haft rétt fyrir sér. Sterben er, með varnöglum um að auðvitað hafi ég ekki sé allar myndir ársins, besta mynd 2024. Endilega kíkið á hana meðan hún er í bíó, Bíó Paradís sumsé.

Kvikmyndaáhorf 2024

Í fyrra byrjaði ég átak í að horfa á myndir sem höfðu verið lengi á „listanum“ mínum. Flestir sem hafa áhuga á kvikmyndum eiga slíkan lista þó hann sé ekki endilega niðurskrifaður. Þannig að margt af þessu eru myndir sem ég hefði, sem alvöru kvikmyndanörd, átt að sjá fyrir löngu. Síðan eru nokkrar hérna sem ég mundi bara óljóst eftir að hafa séð áður.

Auðvitað var ekki allt áhorf tengt „listanum“ þannig að hérna eru líka inni nýjar myndir. Svo horfði ég auðvitað líka aftur á myndir sem ég hafði þegar séð. Líklega vantar eitthvað og það gætu verið undarlegar villur.

Einkunnagjöfin er eins og alltaf háð dægursveiflum.

    • Terje Vigen (1917)👍 A Man There Was
    • Sherlock Jr. (1924)👍👍🖖
    • Sunrise: A Song of Two Humans (1927)👍👍🖖
    • Chelovek s kino-apparatom (1929)👍🖖 Man with a Movie Camera
    • Frankenstein (1931)👍
    • Blonde Venus (1932)🫴
    • Old Dark House (1932)👍
    • Le jour se lève (1939)👍👍🖖 Daybreak
    • Stagecoach (1939)👍👍🖖
    • Pinocchio (1940)👍🖖
    • Sullivan’s Travels (1941)👍🖖
    • Double Indemnity (1944)👍🖖
    • Three Caballeros (1944)👍
    • Unfaithfully Yours (1948)🫴
    • Nora inu (1949) Stray Dog👍
    • All About Eve (1950)🫴
    • Sunset Blvd. (1950)👍👍🖖
    • Browning Version (1951)👍👍🖖
    • Le salaire de la peur (1953)👍👍🖖 The Wages of Fear
    • Peter Pan (1953)👍🖖
    • Sommaren med Monika (1953)👍 Summer with Monika
    • La strada (1954)👍
    • Night of the Hunter (1955)👍👍🖖
    • A Face in the Crowd (1957)👍🖖
    • Bridge on the River Kwai (1957)👍👍🖖
    • Kumonosu-jô (1957)👍👍🖖 Throne of Blood
    • Paths of Glory (1957)👍👍🖖
    • Smultronstället (1957)👍👍🖖 Wild Strawberries
    • Sweet Smell of Success (1957)👍👍🖖
    • Witness for the Prosecution (1957)👍👍🖖
    • Kakushi-toride no san-akunin (1958)👍🖖 The Hidden Fortress
    • Vertigo (1958)👍🖖
    • À bout de souffle (1960)👎 Breathless
    • Jungfrukällan (1960)👍 The Virgin Spring
    • Hustler (1961)👍🖖
    • Tsubaki Sanjûrô (1962)👍🖖 Sanjuro
    • (1963)👍🖖
    • Jason and the Argonauts (1963)👍🖖
    • Shock Corridor (1963)👍🖖
    • Tengoku to jigoku (1963)👍👍🖖 High and Low
    • Pawnbroker (1964)👍👍🖖
    • Dot and the Line: A Romance in Lower… (1965)👍👍🖖
    • Persona (1966)👍👍🖖
    • In the Heat of the Night (1967)👍
    • Medium Cool (1969)👍🖖
    • Five Easy Pieces (1970)🫳
    • Harold and Maude (1971)👍🖖
    • Last Picture Show (1971)👍🖖
    • Little Murders (1971)👍
    • McCabe & Mrs. Miller (1971)🫳
    • Le grand blond avec une chaussure noire (1972)👍 The Tall Blond Man with One Black Shoe
    • Night Stalker (1972)🫴
    • Badlands (1973)👍👍🖖
    • Last of Sheila (1973)🫳
    • Conversation (1974)👍👍🖖
    • Taking of Pelham One Two Three (1974)👍🖖
    • Flåklypa Grand Prix (1975)👍 The Pinchcliffe Grand Prix
    • Hollywood on Trial (1976)👍👍
    • Taxi Driver (1976)🫴
    • Soldaat van Oranje (1977)👍👍🖖 Soldier of Orange
    • Höstsonaten (1978)🫳 Autumn Sonata
    • Silent Partner (1978)👍👍🖖
    • Alien (1979)👍👍🖖
    • Mad Max (1979)👍
    • Real Life (1979)👍
    • Winter Kills (1979)🫴
    • Kagemusha (1980)👍👍🖖
    • Long Good Friday (1980)👍🖖
    • Raging Bull (1980)🫳
    • Return of the Secaucus Seven (1980)👍
    • Mad Max 2 (1981)👍 The Road Warrior
    • S.O.B. (1981)🫳
    • Diner (1982)🫴
    • Koyaanisqatsi (1982)👍👍🖖
    • Vincent (1982)👍👍🖖
    • Twilight Zone: The Movie (1983)👎
    • Blood Simple (1984)👍👍🖖
    • Brother from Another Planet (1984)👍
    • Cotton Club Encore (1984)👍👍🖖¹
    • Stop Making Sense (1984)👍
    • Mad Max Beyond Thunderdome (1985)🫴
    • Aliens (1986)👍👍🖖
    • Blue Velvet (1986)🫴
    • Innerspace (1987)🫴
    • Masters of the Universe (1987)👎
    • Matewan (1987)👍👍🖖
    • Predator (1987)👍
    • Heathers (1988)👍👍🖖
    • Hotaru no haka (1988)👍👍🖖 Grave of the Fireflies
    • Tonari no Totoro (1988)👍👍🖖 My Neighbor Totoro
    • Wong Gok ka moon (1988)👍 As Tears Go By
    • Ah Fei jing juen (1990)👍 Days of Being Wild
    • Yume (1990) Dreams👍🖖
    • City of Hope (1991)👍
    • Ba wang bie ji (1992)👍👍🖖 Farewell My Concubine
    • Kurenai no buta (1992)👍 Porco Rosso
    • Passion Fish (1992)👍
    • Unforgiven (1992)👍
    • Trois couleurs: Bleu (1993)👍👍🖖 Three Colors: Blue
    • Chung Hing sam lam (1994)👍👍🖖 Chungking Express
    • Crooklyn (1994)👍
    • Dung che sai duk (1994)👍 Ashes of Time
    • North (1994)🫴
    • Secret of Roan Inish (1994)👍
    • Trois couleurs: Blanc (1994)👍 Three Colors: White
    • Trois couleurs: Rouge (1994)👍👍🖖 Three Colors: Red
    • Before Sunrise (1995)👍👍🖖
    • Hunchback of Notre Dame (1996)🫳
    • Lone Star (1996)👍👍🖖
    • Men with Guns (1997)👍👍🖖
    • Lola rennt (1998)👍👍🖖 Run Lola Run
    • Mulan (1998)🫴
    • Out of Sight (1998)👍
    • Pecker (1998)🫴
    • Six-String Samurai (1998)👍👍
    • 13th Warrior (1999)👍👍
    • Limbo (1999)👍
    • Dish (2000)👍
    • Emperor’s New Groove (2000)🫳
    • Fa yeung nin wah (2000)👍👍🖖 In the Mood for Love
    • Donnie Darko (2001)👍👍🖖
    • Mulholland Dr. (2001)👍👍
    • Sen to Chihiro no kamikakushi (2001)👍👍 Spirited Away
    • Cidade de Deus (2002)👍👍🖖 City of God
    • Kid Stays in the Picture (2002)🫴
    • Treasure Planet (2002)👍
    • Looney Tunes: Back in Action (2003)👍
    • Oldeuboi (2003)👍👍🖖 Oldboy
    • 2046 (2004)👍👍🖖
    • Before Sunset (2004)👍👍🖖
    • Hauru no ugoku shiro (2004)👍 Howl’s Moving Castle
    • Ladykillers (2004)👎
    • A History of Violence (2005)👍
    • Chicken Little (2005 )👎
    • Cashback (2006)🫴
    • Fall (2006)👍👍
    • Monster House (2006)🫴
    • TV Set (2006)👍
    • Michael Clayton (2007)👍👍
    • Once (2007)👍
    • Fantastic Mr. Fox (2009)👍
    • Amigo (2010)👍👍
    • Boy (2010)👍👍
    • Runaways (2010)👍
    • Tangled (2010)🫳
    • Attack the Block (2011)👍👍
    • Crazy, Stupid, Love. (2011)🫴
    • Descendants (2011)👍
    • Before Midnight (2013)👍👍
    • Kaze tachinu (2013)👍👍 The Wind Rises
    • Nebraska (2013)👍👍
    • Whiplash (2014)👍👍
    • Bone Tomahawk (2015)👍
    • Captain Fantastic (2016)👍
    • Hell or High Water (2016)👍👍
    • Sing Street (2016)👍👍
    • Dog Years (2017)👍 The Last Movie Star
    • Florida Project (2017)👍
    • Greatest Showman (2017)🫴
    • Shape of Water (2017)👍
    • Bad Times at the El Royale (2018)👍
    • Ghost of Peter Sellers (2018)👍
    • Leave No Trace (2018)👍👍
    • Blinded by the Light (2019)👍👍
    • Klaus (2019)👍
    • Knives Out (2019)👍👍
    • Sword of Trust (2019)👍
    • Competencia oficial (2021)👍 Official Competition
    • Dune: Part One (2021)🫳
    • Green Knight (2021)👍👍
    • Last Duel (2021)🫴
    • Timekeepers of Eternity (2021)👍👍
    • American Fiction (2023)👍
    • Killers of the Flower Moon (2023)👍
    • Sly (2023)🫴
    • Strange Darling (2023)👍👍
    • Wish (2023)👎
    • 4:30 Movie (2024)👍
    • Beetlejuice Beetlejuice (2024)👍
    • Deadpool & Wolverine (2024)👍
    • Despicable Me 4 (2024)🫴
    • Drive-Away Dolls (2024)👍
    • Dune: Part Two (2024)🫴
    • Fall Guy (2024)👍
    • Furiosa: A Mad Max Saga (2024)👍👍
    • Ghostbusters: Frozen Empire (2024)🫳
    • Inside Out 2 (2024)👍
    • Jim Henson: Idea Man (2024)👍
    • Love Lies Bleeding (2024)👍👍
    • Red One (2024)🫳
    • Wicked: Part I (2024)👍
    • Wild Robot (2024)🫴