Tenglar og katólska kirkjan

Er ég kátur yfir því að hafa fengið tengil bæði hjá geimur.is (vampírur í blóðbankanum!) og b2.is (ekki er allt sem sýninst!!)? Nei, ekkert sérlega. Það var ekki ætlun mín að tæplega tvöþúsund manns kæmust að því hversu ófyndinn ég er. En þannig er það nú, menn þekkjast oft af þeirra verstu verkum.

Annars byrjaði ég að lesa The Closing of The Western Mind eftir Charles Freeman í gær. Hún fjallar um það þegar katólska kirkjan hafnaði allri rökhugsun og hóf að útbreiða hindurvitni sín og hégiljur vítt og dreift um Evrópu, svo allar vísindalegar framfarir máttu bíða daga Kópernikusar. Um þetta segir Freeman meðal annars:

„So one finds a combination of factors behind „the closing of the Western mind“: the attack on Greek philosophy by Paul, the adoption of Platonism by Christian theologians and the enforcement of orthodoxy by emperors desperate to keep good order. The imposition of orthodoxy went hand in hand with a stifling of any form of independent reasoning. By the fifth century, not only has rational thought been suppressed, but there has been a substitution for it of „mystery, magic and authority,“ a substitution which drew heavily on irrational elements of pagan society that had never been extinguished. Pope Gregory the Great warned those with a rational turn of mind that, by looking for cause and effect in the natural world, they were ignoring the cause of all things, the will of God. This was a vital shift of perspective, and in effect a denial of the impressive intellectual advances made by the Greek philosophers“.

Ég er aðeins rétt byrjaður á bókinni, en eins og sjá má kemur höfundur sér beint að efninu, svo segja má að bókin lofi góðu. Og þetta er ekki bara einhver bók eftir einhvern karl úti í bæ, þetta er lærð ritgerð, svo það er talsvert að marka hana.