Jafnt bloggkynjahlutfall

Ég fór yfir kynjahlutföllinn á BloggGáttarlistanum mínum eftir að hafa séð þetta blogg hjá Munda. Merkilegt nokk þá er ég víst með jafn mikið af konum og körlum á listanum mínum. Ég skoðaði líka færslur síðustu daga og þá er eini munurinn á kynjunum sú að karlkynið er að blogga oftar það veldur því væntanlega að þeir enda ofar á BloggGáttinni. Þar með er kynjamunurinn á vinsældarlistanum kannski kominn.

Þeir sem ekki nota tól eins og BloggGáttina til að halda utan um bloggneyslu sína fara augljóslega ekki síður í hvert skipti sem bloggað er heldur taka þeir líklega frekar bloggrúnta til að kíkja eftir nýjum færslum. Það veldur því að blogg með fáar færslur eru heimsótt mun oftar en ella.

Það væri athyglisvert að skoða vinsældir blogga á Moggabloginu og BloggGátinni eftir bloggtíðni og hafa kyn þar inni sem breytu. Ég giska að niðurstöðurnar væru í átt við þessa tilgátu mína.