111246477813758247

Oh happiness, where doth thou strike me next?
Jájájájá. Ég er svo hrottalega heppinn ungur maður með framtíðina fyrir mér og lífsgleðin frussast út úr mér líkt og stanslaust ölflæði Heiðrúnar og kátínan spriklar í hjarta mér við hvern andardrátt…
…nei.
Ég skil ekki hvernig ég fór að því en mér tókst í alvörunni að skrifa vitlaust upp eftir Guðmundi sögukennara þegar hann hripaði upp á töflu námsefni til prófs. Ég virðist hafa skrifað töluna fjóra í stað níu á einum stað og munurinn á því sem ég las og það sem sambekkingar mínir lásu eru einhverjar fimmtíu blaðsíður. Ég fæ ekki að taka annað próf enda vill Yngvi meina að það hafi legið í augum uppi hvað væri til prófs. Það má vel vera en maður sem hefur setið innandyra og vart þorað að stíga út fyrir vegna reiði námsgyðjanna, lifað á kaffi og sígarettum nær einum saman, lesið sig fjarri allri geðrænni heilsu og ekki einu sinni gefið sér tíma til að raka sinn auvirðilega hýjung á svolítið erfitt með að greina jafnvel sjálfsögðustu hluti, og þar á meðal rökréttan blaðsíðufjölda til prófs.
Aðeins einu sinni hef ég vitað til að nokkur maður hafi gert meiri skissu en ég, en hann las um vitlausa heimsstyrjöld fyrir samfélagsfræðipróf. Af virðingu við þann mann skal nafn hans ekki greint hér.

Ekki það að ég muni það eða hafi nokkura löngun til að muna það.
Annað í fréttum er ekki andskotans neitt.
Radiohead quote dagsins:
„Time to swig back a bottle of wine and contemplate the frail nature of it all.“ -Ed O’ Brien gítarleikari