111247018648182780

Kallinn fallinn en ekki af baki dottinn:
Enn einn veturinn í Menntaskólanum í Reykjavík liðinn, og eins og svo oft áður hefur fólk sem ekkert lærði fallið. Ég er einn af þessu fólki. Það er reyndar ekki eins og ég hafi ekki vitað það áður en það gildir einu. Í dag var ég í annað skipti á ævinni næstum því genginn í MS. Eins og í fyrra skiptið ákvað ég að láta þær pælingar sem vind um eyrun fjúka. Ég hef ákveðið að gerast tvöfaldur fallisti og taka fjórða bekkinn aftur. Hef ég þar með frestað inngöngu minni í MS um a.m.k. 365 daga, hugsanlega um alla eilífð. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að það sé ekki þess virði að næla sér í hvítu húfuna ef maður þarf ekki að berjast fyrir henni. Ég ætla að berjast, og ég ætla að útskrifast úr MR, sama hvað á dynur. Stúdentspróf þaðan er mér mikils virði, en einskis virði séu þau fengin annarsstaðar. Undirritaður hafði rangt fyrir sér með dönskuna. Ég þarf að taka hana aftur en ég er ekki af baki dottinn. Mr-ingur til æviloka.

Radiohead quote dagsins:
„I’m not living, I’m just killing time.“ -True Love Waits