Radiohead

Áðan (í gær skyldi ég vilja gerast tæknilegur) skruppu ég, Fífa og Steindór saman í skífuna. Þar keypti ég hina nýju Radiohead plötu Hail to the Thief, sem ég er einmitt að hlusta á núna. Eftir kaup þessi skrapp ég í partí til vinafólks bróður míns en þar var verið að fagna búferlaflutningi eins þeirra og skemmti ég mér konunglega. Eftir að hafa skutlað bróður mínum og tveimur vinum hans niður í bæ rakst ég á Anton, fyrrverandi vinnufélaga úr Ríkinu. Komst ég þá að því að þeir bróðir minn þekkjast. Já, þetta er lítill heimur. Svo lá leiðin beint heim að hlusta á Radiohead og verð ég að segja að þessi plata þeirra er enginn hálfdrættingur á við síðustu tvær plötur þeirra, þær Kid A og Amnesiac. Við fyrstu hlustun mætti jafnvel segja að þetta sé þeirra besta síðan OK Computer þó svo að ég vilji greina hana betur áður en ég fer að hafa slíkt í flymtingum. Plata þessi stenst algjörlega allar væntingar og gott betur. Einhvern tíma á morgun (í dag reyndar en ég á við þegar ég vakna á eftir) mun ég fella dóm minn um plötuna sem og allar fyrri plötur þeirra og mun hverjum dómi ljúka á stjörnugjöf. Fleira er það ekki að sinni.