Bibbi Strikes Back

Þá er Bibbi mættur til leiks (vinnu) á ný. Hann var svo höfðinglegur að gefa mér undurfagurt sígarettuhulstur að gjöf að ég fæ ekki orðað hve þakklátur ég er. Þess fyrir utan hefur mig langað í svona í langan tíma. Ég þakka enn og aftur fyrir góða gjöf og vona að ég geti endurgoldið bráðlega. Annars fór allur dagurinn í það að bera slímugt timbur. Það var svosem ágætt. Skárra en flest annað er ég hef gert í sumar.

Úff. Svo þarf ég að læra heila spænska/spánska (whichever you prefer) ballöðu fyrir morgundaginn. Það verður strembið. Þessir Spánverjar hafa augljóslega tamið gítarinn fyrstir allra (enda fundu þeir hann upp).