Aldrei að hrósa happi of snemma

Það stóð til að ég flytti inn í herbergið hennar móður minnar, en það er þrisvar sinnum stærra en mitt, og hún í mitt herbergi. Ég var rifna í sundur af spenningi og sagði nær öllum frá hinni frábæru tilbreytingu. Þá sagði ég frá svalahurðinni á herberginu, ídeal setuhorni með sjónvarpi og nýju bókahillurnar sem myndu bætast við. Svo gerist það að bróðir minn hætti með kærustunni sinni og ákvað að flytja aftur heim. Bæ, bæ áætlanir. Sama gamla, mölétna, litla, ógeðfellda, myglumyglugróðrarstöðvarruslabingsherbergið fyrir mig. Kannski ég geti flutt inn á einhvern annan…

…Neee.

Fræðimoli

Latnesk/enska orðabókin mín segir mér að latneska orðið „confectus“ þýði „dead beat“. Þar með hallast ég að því að konfekt sé aðeins fyrir ræfla. Nemiði spekina? Svo er einnig það hugtak að vera „fullorðinn“. Að mati sérfræðinga (nema einhver efist um orð mín) getur enginn maður, samkvæmt bókstaflegri merkingu orðsins, verið „full-orðinn“ nema hann sé dauður.

Úff! Trén eru að rumska. Brátt mun hamur þeirra fullgerður og reiði þeirra mun dynja á landinu. Það þýðir að ég þarf að hætta þessu þrugli í bili.

Úff!

Funduð þið þetta?