Annars þá er hér pæling.

Af hverju eiga allir svona flotta bíla? Það skiptir ekki nokkru máli hjá hverjum ég fæ far; viðkomandi á flottari bíl en móðir mín. Þá meina ég að fólk á aldur við mig á flottari bíla en ÉG. Auðvitað myndi maður halda. Ég er bara fátækur námsmaður og hef ekkert (a.m.k. fátt) við bíl að gera. En svo virðist sem að fólk, jafnvel yngra en ég , eigi bíla, og þá meina ég nýjustu týpur! Hvers vegna eiga allir miklu betri bíla en ég?! Móðir mín varð stúdent úr Verzló og útskrifaðist með ágætiseinkunn (hærri ein fyrsta einkunn), fór svo í tækniskólann og varð meinatæknir, gerir ekkert annað en að vinna, er með ágætis tekjur og hvers vegna á hún ekki flottan bíl?! Eitthvað þykir mér skrýtið við þetta. Eru allir virkilega svona mikið ríkari en mín fjölskylda? Ég á erfitt með að trúa því.
Tengt efni: Allir eiga flottara hús/íbúð en ég. Af hverju? Ég veit það ekki. Er ég lower/middle- eða upper class? Ég myndi hallast að middle ef allir ættu ekki svo flott híbýli. ég neita að trúa því að séum svo fátæk því sama á hvaða sviði heilsugeirans fólk er fær starfsfólk alveg svakalegt kaup. Hvers vegna á ég ekki heima í einbýlis-timburhúsi með arni og heimabíói, Mercedes Benz og húsbóndaherbergi? Hvers vegna er fjölskylda, svo menntuð, svo fátæk? Ég neita að skilja.

Jirjór

Ég mun eignast eiginkonu og tvö sveinbörn ef marka má pendúlinn hennar Sunnefu. Hvað ætli hún heiti samt í alvöru talað? Það er ekki til nokkur manneskja sem heitir Sunnefa, í alvöru talað! Annars má svona til gamans geta að ég er ölvaður mjög. Hefi ég og uppgötvað í kvöld að ég get ekki drukkið bjór mér til ölvunar, rétt eins og Bibbi. Ég verð að drekka sterkt áfengi til að höndla vímuna og þá er aðeins tvennt í boði: Íslenskt Brennivín eða Tequila. Það er minna vesen að drekka brennivín svo ég held að ég haldi mig við það þar til ég finn eitthvað nýtt. Annars fer ég að hitta vin minn á morgun. Vin sem ég hef ekki hitt síðan í byrjun vorprófa. Það verður gaman. Það eina sem heldur mér edrú á sumrin er vinnan og hann. Það eins sem heldur mér edrú á veturna er skólinn og hann. Einhvern veginn held ég að það verði aðeins hann í vetur.

Að öllu þrugli slepptu þó, þá held ég í alvöru talað að ég hafi þjáðst af einhvers konar þunglyndi síðastliðin átta ár. Undarlegt það. Og hvað? Auðvitað veit ég að það er ekkert gamanmál, enda er ég ekki að grínast. Ef einhver lesenda minna velkist í vafa um orð mín má viðkomandi hlusta á allt það er Radiohead hefir gefið út og dæmt mig eftir því hve þunglyndisleg tónlistin er. Málið er þó kannski helst það að ég þrífst vel í vanlíðan og þ.a.l. er þetta ekkert rosalegt vandamál. Vægt þunglyndi if you will.