Ég held það sé alveg á hreinu að sumarið sé búið. Einhverra hluta vegna fann ég fyrir þáttaskilum í lífi mínu í gærkvöldi (fimmtudag, ekki föstudag). Ég virðist vera mjög næmur á það hvenær líf mitt tekur breytingum. Það sem er ennþá skrýtnara er það að næmni mín hefir aldrei brugðist.
Categories: Uncategorized
- Published:
- 26. júlí, 2003 – 04:18
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Alveg gleymdi ég því. Á leiðinni heim úr bænum var leigubílstjórinn að hlusta á einhvurja kerlingu væla yfir því að börnin sín hefðu verið tekin frá sér og hún lögð inn á geðdeild. Það var augljóst, jafnvel í gegnum útvarp, að konan er snarruglaður drykkjusjúklingur svo ég varð ekki beinlínis hlessa.
Categories: Uncategorized
- Published:
- 26. júlí, 2003 – 04:06
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Vissulega orð að sönnu. Ég og Bibbi kíktum á tónleika með hljómsveit sem það nafn bar í kvöld. Við hittumst snemma og tókum að drekka. Hámark drykkju okkar náðist á óskilgreindum tíma en við náðum að mæta á tónleikana rétt svo of seint og misstum því af c.a. fjórum-fimm lögum. Tónleikarnir voru prýðilegir og fyrir […]
Categories: Uncategorized
- Published:
- 26. júlí, 2003 – 03:53
- Author:
- By Arngrímur Vídalín