Verslunarmannahelgin

Á nákvæmlega sama tíma og verslunarmannahelgin fer að hefjast verða nauðganir gjarnan vinsælt umræðuefni hér á landi. Svo virðist einnig vera í Bretlandi ef miða má við þetta. Ætli ágúst sé að fara að breytast í einhvers konar international rape-it-out month?
Ekki þori ég nú að fullyrða neitt um það en ég hef aldrei almennilega fattað þessar „forvarnir“. Einn liður í forvarnarstarfseminni í ár felst í því að Írafár og Í svörtum fötum fleygja frisbídiskum með auglýsingum í aðdáendur sína. Auglýsingarnar á diskunum fara eitthvað á þá leið að það sé ljótt að nauðga, skamm! Það þýðir ekkert að reyna að sporna við þessu á með sömu aðferðum og notaðar eru gegn tóbaki. Reykingar voru jú einu sinni inn en það hafa nauðganir aldrei verið.
Það er ekki eins og frisbídiskur geti talið fólki hughvarf.