Daily Archives: 11. september, 2003

Lag Dagsins 0

Lagið Alice með Tom Waits er mjög viðeigandi fyrir daginn í dag.

Fífl 0

Kominn aftur í skólann úr þriggja tíma gati. Hitti fíflið sem ég hata svo mikið rétt áðan. Alltaf þegar ég hitti hann meðan enskutími er í gangi spyr hann eins og hálfviti: „Af hverju ertu ekki í ensku?“ og alltaf svara ég: „Ég fékk hana metna.“ Ég vildi að hann gæti troðið þeirri vitneskju inn […]

'Tallica 0

Sammála Bibba með þetta. Djöfull fer þessi api þeirra líka í taugarnar á mér.

111712467261411801 0

Ég tel að stjórnmálaflokkurinn Nýtt afl ætti að taka sér nafnið supernova. Það hentar merkingunni; ólíkt því sem supernova þýðir á enska tungu.

111712463484359744 0

Tvö ár liðin síðan tvíburaturnarnir féllu. Bla bla bla bla bla…

Busadagur 0

Nú þegar busunin stendur sem hæst sit ég inni í tölvustofu, ekki vogandi mér út sökum veðurs. Útsýnið er svo sem nógu fínt hér út um gluggann. Nú glymur í gjallarhornum „böðlanna“ og bergmálar setningin „Busar eru einskis nýtir kúkar“ um allan skólann. Gaman að þessu.