Daily Archives: 6. maí, 2004

111713399144851099 0

Ég kommentaði á livejournal bloggi áðan. Þótti mér fyndið þegar ég var beðinn um að staðfesta að ég væri mennskur. Hálfgerð paranoja, er það ekki?

111713396038967700 0

Til er enska orðið punker, sem samsvarar íslenska orðinu pönkari. Sýnir hve hugmyndasnauðir bretar eru, þegar þeir hefðu einfaldlega getað kallað þetta lið sínu rétta nafni: Punks.

111713392917138572 0

Fádæma snilld má finna í Snorra-Eddu (eins og bloggið mitt frá í fyrra gefur fljótt til kynna). Ein snilldin mun vera þegar æsir binda Fenrisúlf með fjötrinum Gleipni og troða sverði upp í gin hans svo hann geti eigi glefsað. Er skoltur hans þá fastopinn og rennur slefan svo mjög úr munni hans að heil […]

111713384025264591 0

Það sem eftir er af þessum degi verður tileinkað Eddukvæðum. Verst er að ég er ekki alveg í stuði fyrir þau núna. Eigi skal það undra. Þetta mun vera fjórða skiptið sem ég les þau á örfáum mánuðum. En jæja, eigi skal það sýta. Enda er það nú varla hægt þegar Eddukvæðin eiga í hlut.

111713381052433556 0

Það verður lítið annað sagt um Stand by Me en að hún hafi elst illa. Það kom mér þó skemmtilega á óvart að auk Kiefer Sutherland, sem er eini þekkti leikarinn sem ég mundi eftir að leikið hefði í myndinni, léku þeir River Phoenix, John Cusack og Richard Dreyfuss allir í henni.

111713378081740084 0

Nú ættu allir góðir menn að gleðjast, þó sérstaklega holi maðurinn, því Stand by Me er í sjónvarpinu.