Daily Archives: 12. maí, 2004

0

Björn Bjarnason er greinilega orðinn alvöru bloggari: „Fór á traktornum og fékk rabbabara hjá nágranna mínum til að setja í garðinn. Sló umhverfis húsið, en það hef ég ekki áður gert svona snemma.“ Sjiiitt!

Leiðinlegt 0

Bloggið mitt er orðið leiðinlegt eftir að það fluttist hingað. Kann ég enga útskýringu á því. Biðst þó velvirðingar á ástandinu og vona að það verði ekki til langframa.

Senn líður að hófinu 0

Já, senn líður að hófinu. Verður Dýonísos vegsamaður með ótæpilegri öl- og viskýdrykkju. Munum við Skúli taka I walk the line eftir Johnny Cash ef gítar verður fyrir hendi. Hyggst Skúli syngja. Hyggst Skúli einnig deila heimabrugguðu hvítvíni sínu með Einari Halldórssyni, ef sá síðarnefndi vill þiggja, en það er nánast bókað mál. Ber ég […]

Víkurfréttir 0

Þetta finnst mér fyndin frétt. Ekki ímynda ég mér þó að bílstjóranum sé skemmt.

Fyrir þá sem eru auðginntir 0

Ég át ekki eyrnamerg minn eins og ég sagðist hafa gert í þessari færslu.

Upphitun 0

Í gær hituðum við Alli ágætlega upp fyrir lokahófið í dag. Það var svolítið skondið, en ég sá einhvern þátt um Nick Nolte og Garey Busey var fenginn sem viðmælandi, en sumum finnst þessir menn vera tvífarar.