Daily Archives: 18. maí, 2004

Amma mín 0

Nei, þetta verður ekki væmið! Áðan var ég í nauðum staddur, en fyrsta seinkoma lífs míns (þ.e. utan skóla) virtist vera í uppsiglingu. Leitaði ég á náðir ömmu minnar, sem ég hef stundum viljað setja í samhengi við þennan hérna, lánaði (já, lánaði!) mér bílinn sinn. Hvað kom fyrir? Hefur höggormurinn brugðið sér í meyjar […]

Lúnasía 0

Já, og meðan ég man. Ónefndur vinnufélagi minn vill láta loka alnæmissjúklinga inni svo þeir smiti ekki annað fólk. Afstaða hans grundvallast á ástandinu í afríku. Sumt fólk er ekki í lagi.

Menning 0

Alltaf þegar mér er boðið eitthvað, t.d. í leikhús, bíó, á óperur eða tónleika, enda ég alltaf á að sjá eftir því að hafa þegið það. Einmitt núna gæti ég verið sofandi ef ekki væri fyrir brigðula „innri vekjaraklukku“ mína (hvað þá þá ytri!), þ.e. ég myndi missa af tónleikunum sem mér er boðið á […]

Vatnsþolnir plástrar 0

Ef þið kaupið ykkur einhvern tíma „vatnsþolna plástra“ er það bókað mál að þeir losna af ykkur við fyrsta handþvott. Auglýsingaskandall tuttugustu aldarinnar? Já, það getið þið bölvað ykkur upp á!

Skólaslit 0

Þá er skólanum opinberlega lokið. Ég vildi að ég gæti sagt að ég hefði komist klakklaust í gegnum þetta en eins og venjulega varð stærðfræðin mér til trafala. Endurtökupróf verður þ.a.l. mitt helsta áhyggjuefni um mánaðarmótin.