108984973805561328

Þegar fólk neyðist til, því annars myndi það ekki gera það, að vinna smá drulluvinnu, endar það yfirleitt á því að segja að sér hafi bara þótt það nokkuð fínt. Svo ég fari nú aðeins ofan í saumana, þá er það staðreynd, að þegar fólk þarf t.d. að fóðra veggi eða sparsla eða tyrfa, eyðir það meiri tíma í að fá sér að borða en það eyðir í að vinna. Fólk stendur og spjallar; vinnur í kortér og fær sér kaffi, sem getur allt eins varað í tvo klukkutíma. Svo segir fólkið: Já, mér fannst þetta bara nokkuð fínt.

Ímyndaðu þér hvernig það nú væri að vinna við þetta upp á hvern einasta dag, í átta klukkustundir, þegar kaffitímarnir eru samanlagt klukkutími og kortér. Ímyndaðu þér svo hvort það sé „bara nokkuð fínt“.

Þetta er ekki skrifað af biturð. Þetta var bara pæling. Aðallega vegna þess að ég var einmitt að vinna með svona fólki í kvöld, þ.e. sem vinnur ekki.