109011227448215699

Síðast ég svaf (hvenær sem það var) dreymdi  mig að ég væri staddur í útlöndum, veit þó ekki hvaða landi. Sem ég geng eftir verslunargötu á stærð við Laugaveginn, verð ég var við matsölustað, og sé mér til mikils undurs, að það er American Style.

Þegar maður veltir sér upp úr fáránlegum hlutum á borð við þennan, fer manni að finnast sem maður hafi dottið niður á eitthvað merkilegt – pælingu. Ímyndið ykkur hryllingin, kuldahrollinn, sem færi um ykkur ef þið væruð stödd í útlöndum, og hinir og þessir hlutir væru klipptir beint frá Íslandi, t.a.m. American Style, Hlemmur eða Háskólinn; þið væruð stödd í útlöndum og þið sæjuð Hlemm! Hversu skuggalega hljómar það? Óneitanlega myndi sú setning hljóma í huga ykkar: „The Matrix is everywhere – it’s all around us.“

Annars er allt með kyrrum kjörum hér í laugarnesinu – allir farnir að sofa, allir nema ég. Mig langar í viský, en vinnan gengur að sjálfsögðu fyrir. Ég sætti mig við einn bjór í staðinn. Yfirleitt, þegar einn bjór er drukkinn, fylgja fleiri í kjölfarið. Ég þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því núna þar sem ég á aðeins einn.

Þegar ég heyri af svona hugsa ég: Til hvers? Kannski er það bara ég.