109028202407288434

Kaffiboð til Skúla varð að óvæntri bíóferð, og varð Divine Intervention (Yadon ilaheyya) fyrir valinu.
Myndin var svo sem ágæt, en mér fannst hún veita mér örlitla sýn á hið daglega líf á Vesturbakkanum. Ekki að það hafi verið mikil saga í henni. Reyndar var nánast enginn söguþráður í myndinni. Hún snerist að litlu leyti um ástarfundi ísraela og palestínubúa og þ.a.l. örlaði fyrir hinu klassíska þema um forboðna ást einhvers staðar í bakgrunninum. Ég læt vera með stjörnugjafir.