109051997860037964

Löngum hafa mér þótt brúðarslör heldur ógeðfelldir hlutir, þó eingöngu vegna þessa slörs. Hvað er þetta slör? Nei, fyrir mér getur fólk allt eins sett þang í hárið á sér.

Fjöldamargir bloggarar hafa gefist upp að undanförnu. Þeir helstu: Fífa, Bjössi og Siggi. Ekki þykir mér vænlegt til vinnings, þegar staðan er svona. Segja mætti að þetta sumar marki fall bloggversku menningarinnar, svo ég gerist jafn djarfur í orðavali og Össur Skarphéðinsson, eða að hér sé um Waterloo bloggara að ræða.

Sjö dagar í að ég komist til hins heimalandsins. Lengri tími þar til ég læri hitt móðurmálið á ný, andsk!

109049785595176564

Sá frómi Kaliforníu Gúbernör, Arnaldur Svartinaggur, flýtur í stórum stíl á öldum ljósvakans eftir orðun nokkurra krata við stelpustráka. Mun það atvik eiga sér hliðstæðu í tæplega átta ára gömlum Simpsonþætti, er sú guðdómlega Svartanaggsparódía, Rainier Wolfcastle, mælti þau fleygu orð: „That’s a funky outfit Scoe. It makes you look like a homosexual,“ við litla hrifningu viðstaddra. Bætti hann þá við: „Oh, maybe you all are homosexuals too!“
 
Annars hafði ég svo hátíðlega lofað sjálfum mér að flytja ekki svona fíflafréttir. Enda álitið ekki mikið á þeim austurríska jafnréttissinna.