Um bæjarferðir

Þættak mér verra
ölverks bana at bryðja,
en engin fann ek,
lyf verkja,
er heim ek kom.

úr Hlöðversmálum Hægfara.

Það er stuð að fara niður í bæ, með engar áætlanir um hvað skal gera þegar þangað er komið, og hitta þar vini og kunningja fyrir hreina tilviljun. Þannig hitti ég fyrir Gunna og fór með honum á Brennsluna, þar sem ég hitti svo Silju og Hjördísi. Þessu er svo lýst í Hlöðversmálum Hægfara:

Maðr,
er fjöld hefr of farit,
til bæjar heldr.
Illt þat ok þykr,
engi mann finna,
ok skammarligt.
Er ferð þá til einskis farin
svo jafnvel horskir, heimskir ok verða.

En maðr,
er fjöld hefr of farit,
sem til bæjar heldr,
ok fyrirfinnr
drengi góða,
skal að eilífu
með snotrum sitja
í höll Hárs,
ok með einherjum
öl kneyfa.

Þeir sem vilja fræðast um Hlöðversmál eða fá eintak af þeim skulu láta mig vita með vikufyrirvara, svo ég megi fá tíma til að semja restina af þeim.