109326944854192938

Í nótt dreymdi mig að ég hefði farið til Grænlands. Það var mjög gaman. Mæli með því að þið kíkið þangað.

Í gær fór ég ásamt Einari á Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð í Borgarleikhúsinu. Sýningin fór fram úr mínum björtustu vonum, enda svo sem ekki von á öðru en góðri sýningu ef miðað er við hverjir stóðu að henni.

Áðan skrapp ég á Hamborgarabúlluna með föður mínum og seinna í dag hittist leshópurinn og geipar af andakt um andans málefni.

Netmogginn telur það fréttnæmt að þúsundir barna hefji skólagöngu í dag. Það finnst mér aftur á móti ekki.

Að lokum verð ég að viðurkenna að þetta finnst mér fyndið. Þegar málum er svo farið að fólk gerir grín að andláti þínu í síauknum mæli, hlýtur þér að fara að finnast hringurinn þrengjast um þig. Ég yrði ekki hissa þótt svíakonungur væri orðinn paranoid.