109958566261780230

Þetta er alveg týpískt: „Berlusconi segir að ítalskir hermenn verði í Írak svo lengi sem írakar vilji“. Fyrsta setningin í greininni hljóðar aftur á móti svona: „Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í dag að ítalskir hermenn yrðu í Írak svo lengi sem írösk stjórnvöld teldu þörf á“. Þetta er ekki sami hluturinn og það er alveg ljóst hvor setningin kemst nær sannleikanum.

Annars er ég byrjaður á Njálufyrirlestrinum. Það gengur hægt en gengur þó.