110085468760201142

Alveg hafði ég gleymt því að það var ball í gærkvöldi og þ.a.l. frí í fyrstu tímunum. Ég neyðist víst til að standa mína pligt, eftir aðeins sex tíma svefn sem fór allur í draum um að ég gæti ekki sofið.
Þetta er skammarlegt. Mér finnst ekkert merkilegt að samkynhneigðir hafi rétt á lögfestri sambúð. Það eru algeng rök kirkjusinna (til aðgreiningar frá kristnum, enda geta samkynhneigðir líka verið kristnir) að þetta eigi að vera nóg, því þetta sé alveg það sama þó kirkjuvígsla fari ekki fram. Það má alveg snúa dæminu við: Væru kirkjusinnar sáttir við að fá ekki að gifta sig í kirkju? Nei, auðvitað ekki! Er þetta þá réttlætanlegur eða góður rökstuðningur? Nei.
Lygi, þeir hafa sagt þetta áður! Svo er eins og fjölmiðlar reyni að láta líta út fyrir að þeir séu að berjast við einhvern einn skipulagðan hóp, og því á ég erfitt með að trúa. En eitt er þó rétt, og það er að engin uppreisn mun bjarga írökum frá „lýðræðinu“.
Ég er með betri uppástungu að Moggafyrirsögn: Það þarf að þröngva siðmenningu vesturlanda upp á þessa skítugu villimenn, því þeir vita ekki hvað þeir vilja. Það er hin raunverulega skoðun ritstjórnarinnar. Best væri að þeir skrifuðu bara eins og Tacitus skrifaði um germani. Þá vissu fleiri hvar þeir hafa Morgunblaðið, Bandaríkin og ríkisstjórnina; þá miklu þrenningu.