Ritgerðin

Það sem klárað er: Forsíða, þrír kaflar, heimildaskrá. Heildarlengd nítján blaðsíður.

Það sem vantar: Einn kafli, fimm til sex blaðsíður, niðurstaða, geri ráð fyrir tveimur blaðsíðum, inngangur, ein og hálf til tvær blaðsíður, viðauki um allt það sem ég hefði viljað ítarlegra, þrjár til fjórar blaðsíður.

Ráðgerð heildarlengd kjörsviðsritgerðar er samkvæmt því þrjátíu og hálf blaðsíða míkró, þrjátíu og þrjár blaðsíður makró. Engar tölur eru til um ráðgerðan heildarmissi geðheilsu.

110107059514836670

Ég fékk galna hugmynd í vinnunni í dag um að koma upp gagnvirku jóladagatali á blogginu mínu, eins og Sjónvarpið er með, sem lesendur gætu tekið þátt í. Þá kæmi nýr gluggi til að opna á hverjum degi sem hefði að geyma vísbendingu um það sem koma skyldi. Svo gerði ég mér grein fyrir því að ég myndi engan veginn nenna þessu. Svo lesendur mínir neyðast víst til að sætta sig við jóladagatal Sjónvarpsins þetta árið.

Annars kosta súkkulaðidagatöl aðeins kr. 300 ísl. í Ikea. Ég er að spá í að fá mér. Það væri þá fyrsta skiptið sem ég geri slíkt í rúm átta ár.

——————————————————————————————

Áðan gerði ég mér grein fyrir því að ég hef reykt í fimm ár. Það hljómar lengra en það hefur virst. Ég hef greinilega misst allt tímaskyn. Það er spurning hvenær maður hættir þessu.

Ég byrjaði að drekka skömmu eftir að ég byrjaði að reykja, svo næstu áramót held ég upp á tréafmæli drykkju minnar – tæpum tveimur mánuðum eftir tvítugsafmælið. Ég hef greinilega verið meiri vandræðaunglingur en ég hélt. Ég var í 10. bekk þegar ég byrjaði á hvoru tveggja, nota bene.

Tempus fugit. Mér finnst ég falla í hyldýpi þegar ég hugsa aftur í tímann. Hvernig verð ég eftir tíu ár (vonandi ekki bloggandi um að fimmtán ár séu liðin frá því ég hóf að reykja og drekka!)?