110166503977440529

Arngrímur segir, að sá er ekki spakur, er rífst um sjálfsagðan hlut, dylur sannleikann í ræðu sinni svo málefnið virðist ekki eins sjálfsagt og beitir honum svo fyrir sig sem rökum um að hann hafi rétt fyrir sér.

Slíkur spekingur varð á vegi mínum í gær og gortaði hann mikið af því, að hafa lagt mig að velli í rökræðu, um gangaþörf Siglfirðinga. Meistaralega gert líka, þar eð ég vissi ekki að vegurinn milli Akureyrar og Siglufjarðar er ófær betri part vetrar. Það fékk ég ekki að vita fyrr en ég hafði sagt að hann gæti bara andskotast til að keyra téðan veg.

Ekki datt honum í hug að segja það strax og forðast deilu um keisarans skegg.