Gátan leyst

Silja átti kollgátuna, en leikarinn sem spurt var um var Humphrey Bogart.

Í fjórðu vísbendingu ætlaði ég að létta leikinn umtalsvert og tala um mismunandi hugmyndir um raunverulegan fæðingardag Bogarts (25. des 1899) og áhrif kommúnistaofsókna The Un-American Activities Committee á líf hans, þótt lítil væru, og ferð þeirra Lauren Bacall og fleiri Hollywoodleikara til Washington til að mótmæla sömu ofsóknum.

Í fimmtu vísbendingu ætlaði ég að minnast á nokkrar minna frægar myndir með Bogart, svosem The Return of Dr. X, Up the River og Bad Sister. Aukinheldur hugðist ég upplýsa hvaða sígarettur hann reykti (Chesterfield) og hvað þrjár fyrstu eiginkonur hans hétu (Helen Menken, Mary Philips og Mayo Methot).

Í sjöttu vísbendingu ætlaði ég að minnast á nokkra rithöfunda og leikstjóra tengda Bogart, eins og Dashiell Hammet, Raymond Chandler og John Huston. Í sjöundu vísbendingu ætlaði ég að vitna í frægar setningar sem hann sagði o.s.frv. Þetta hefði semsagt getað orðið fremur löng og skemmtileg getraun, en það má alltaf gera ráð fyrir að einhver kannist við eitt og eitt smáatriði, eins og söguna af Gerber barninu.