Speki dagsins

Það er aðeins eitt verra en þegar maður sjálfur á erfitt og það er þegar einhver annar á erfitt. Eins og öll speki er hún ekki algild, en undanfarna daga hefur hún orkað sem náttúrulögmál á allt kringum mig, og það er erfiðara að standa í auga stormsins en í suðaustankalda.

Lesendur mega velta því fyrir sér hvort þetta sé alvarleg færsla. Hint: Ef þessi er grín, hvað er þá færslan á undan? Svo má velta upp þeim steini að öllu gríni fylgi nokkur alvara og að alvara þarf ekki að vera algjör frekar en grín þarf að vera helbert. Einnig ber að hafa í huga að þó þetta hljómi flókið er það í raun og veru sáraeinfalt. Það er önnur speki dagsins.

Við hverju eiga lesendur annars að búast, að maður sem skrifar eitthvað í líkingu við fyrstu málsgrein þessa bloggs geti mögulega farið með spé? Ég get skilið vanafestu í túlkun á texta. Tíður misskilningur á orðum mínum er merki um þarfa breytingu. Jamm, þetta er „hálfsjálfstýrt blogg“, ef einhver var að velta því fyrir sér.