Athæfi Haralds bretaprins

Ég verð að segja að ég er hneykslaður á þessu. Ekki á framkomu prinsins, heldur fjölmiðlum. Allt hlýtur að vera leyfilegt á grímuböllum. Hins vegar kemur ekkert af því sem hann gerir neinum öðrum við. Mesta smekkleysan af öllu hlýtur að vera sú að paparazziljósmyndarar gera honum lífið leitt, sama fólk og varð móður hans að aldurtila, og hræið varla kólnað þegar þeir hófu ofsóknirnar. Fjölmiðlamenn eru hræætur. Ekki þykir mér það ýkja fallegt heldur að afsaka hegðun hans með því að gagnrýna vitsmuni hans. Er allt afsakanlegt vegna þess að fólk er of heimskt til að vita betur? Auðvitað ekki, en mér finnst ekkert athugavert við að klæða sig upp eins og nasisti á grímuballi. Sneiðin um ímynd konungsfjölskyldunnar finnst mér svo lítið meira en hjákátleg.

Bókmenntir

Það sem eftir lifir degi hyggst jeg ok lesa í doðröntum þeim, er jeg hefi valið mjer til aflestrar í bókmenntaáfanganum. Bækurnar valdi jeg aðallega til að fræðast, eigi mjer til neinnar sjerstakrar dægrastyttingar, en flestir þeir aðrir, er áfangann sækja, velja sjer reifara ok ruslbókmenntir. Oss dauðlegum var aldregi meint að skilja slík fláræði.