Daily Archives: 17. janúar, 2005

Gæsaþing 0

Það er gæsaþing úti í garði hjá mér. Allar snúa þær til suðausturs, utan forystugæsin, sem snýr til norðvesturs. Hana má sjá hægra megin fyrir miðri mynd. Laugarnesgæsirnar hafa með árunum þingað oftar í garðinum hjá mér, eða allt að fjórum sinnum á ári.

110592095112033674 0

Ég hef ekki verið í góðu skapi síðan ég sá áramótaskaupið. Nei, í alvöru. Ég forundra mig raunar á því að enginn hafi tekið eftir því. Af þeim átta bókum sem fyrir mig er lagt að lesa í bókmenntaáfanganum hef ég nú lesið eina bók og einn þriðja. Ég kláraði Germaníu Taciti í fyrradag og […]