Nafnleysingi

Hann er mjög skemmtilegur þessi maður sem telur sig knúinn til að gera athugasemdir um hvað birtist hér á þessu bloggi, en þorir samt ómögulega að skrifa undir nafni. Oftast kemst hann svo að orði að ég eigi að „hætta þessu væli“. Eins og það sé mjög mikilvægt það sem hér birtist og eins og þetta sé ekki bara enn ein bloggsíðan.

Jæa. Nú þegar ég hef vælt duglega yfir þessu vil ég benda viðkomandi á að hætta að skrifa sínar hrútleiðinlegu athugasemdir á þessa síðu. Aukinheldur skal tekið fram að ég veit með nokkurri vissu hver viðkomandi er og að ítrekuð misnotkun á athugasemdakerfinu leiðir til þess að það verður fjarlægt.

Undarlegur dagur

Í dag hafa mér borist spurnir af mörgum atvikum sem öll munu draga þónokkurn dilk á eftir sér. Í lok skóladagsins veit ég ekki hvernig mér á með réttu að líða, svo ég er nokkuð jafn, en það eftir dag mikilla skapsveiflna. Mér hefur alla jafna verið afar þungt í skapi í dag en aukinheldur afar létt á köflum. Ég veit ekki hvort ég hef enn jafnað mig eftir daginn. Ég veit ekki hvort ég eigi að vera búinn að jafna mig á honum eða hvort ég eigi að íhuga atburði hans í einhvern tíma áður ég kemst að niðurstöðu.