Vandræði í Valhöll

Eftir skóla hélt ég upp í Valhöll til að láta skrá mig úr Sjálfstæðisflokknum, eftir að Bolli Thoroddsen hafði skráð mig í hann að mér óforspurðum. Þegar íhaldið fletti mér upp í gagnagrunni sínum fannst ég ekki. Kom þá í ljós að Bolli hafði skráð mig fyrir kosningaskandalinn mikla, þegar hann neyddist til að draga framboð sitt til baka. Eftirleiðis var öllum nýskráningum eytt. Hinsvegar er ég ennþá á sms-lista Heimdallar, en mér var lofað, að það yrði ekki lengi.

Hvernig datt Bolla það annars í hug, að hann gæti grætt á atkvæði mínu, ef ég vissi ekki einu sinni að ég hefði atkvæðisrétt? Nema hann hafi sjálfur skilað inn atkvæði með mínu nafni. Það er alltaf möguleiki.