Daily Archives: 3. mars, 2005

? 0

Ég tek undir með Pullu, en spyr einnig hvaða akk menn sjá sér í slíkum nafngiftum? Þetta er mér með öllu óskiljanleg tíska. Það voru raunar hlaupahjólin, buxnakeðjur og skoppararnir líka.

Næstsíðasta framboðsfærslan (ég lofa) 0

Þá er kosningabaráttan yfirstaðin. Kosningar verða á morgun og úrslitin tilkynnt um kvöldið. Hvernig sem fer höfum við a.m.k. látið rödd okkar heyrast og komið verðugum málstað á framfæri. Svo mun fara sem fara mun. Sigurinn felst ekki nauðsynlega í kjöri. Við verðum sátt hvernig sem fer.