Daily Archives: 28. mars, 2005

Tungubrjótur 0

Quantum materiae materietur marmota monax si marmota monax materiam possit materiari? Ætli einhver viti hvað þetta þýðir?

Rannsókn lokið 0

Rannsóknarniðurstöður liggja fyrir og við Brynjar erum ánægðir. Ég er raunar í skýjunum. Þá er eftir skýrslugerð með tilheyrandi Bókhlöðutúr. Það er alltaf gott að koma í Hlöðuna.

Sun Tzu 0

Þar til fyrr í kvöld (gærkvöldi, fyrir púristana) hélt ég að allir hefðu heyrt um Sun Tzu, en nafn hans rann úr munni mér í samræðum um herkænsku. Svei mér þá að fólk skuli ekki hafa heyrt um manninn sem skrifaði bókina!

Það sézt til sunnu, en skýjadulan stendur þó enn 0

Rannsókninni lýkur á morgun. Það er mikill léttir. Í kjölfarið fylgir gagnaúrvinnsla og skýrslugerð, því fer nú verr og miður, en áætlað er að klára það á þriðjudegi eða miðvikudegi. Þá má meinfýsni úrtölukvendiskennari minn hakka það gjörsamlega í spað mín vegna. Ljóð dagsins er Varaáætlun, eftir Andra Snæ Magnason: Ef heimurinn hryndi af einhverjum […]