Daily Archives: 24. apríl, 2005

Orrusta eða orusta 0

Ég viðurkenni hér með að mér finnst orusta óendanlega ljótur syntax. Sjálfur skrifa ég alltaf orrusta. Hvort tveggja er rétt. En þegar bókarþýðandi getur ekki ákveðið hvort hann vill og notar báðar útgáfur, er það hámark mannlegrar eymdar.

Hinn andlegi fjörbaugsgarður 0

Ég vil vera í öðru landi, nánar tiltekið Ítalíu. Andvarp!

Purgatorio 0

Í dag kom einhver hálfviti á kassann minn og reifst við mig, skammaðist og hélt því fram að „við“ kynnum ekki að afgreiða pantanir (einhver inni á lager hafði sagt honum að hann pantaði heimsendingu á kassa, sem er rugl, og ég sagði honum eins og er að lagerinn sæi um heimsendingar). Það er langt […]