Daily Archives: 27. apríl, 2005

Hattur 0

Ég er að hugsa um að kaupa mér svona. Hann er talsvert barðaminni en gamli hatturinn minn, sem er ótvíræður kostur, og kostar 90 dollara. Það er á við hatta hérlendis, nema þessi er vandaðri en flest sem hér fæst. Ef fjöðrin fylgir með verður hún fjarlægð.

Erzhählen Sie von Ihnen Mutter. 0

Ef einhver vill iðka þann gamla sið að gefa mér sumargjöf, þá skal það vera þetta. Er til meiri snilld? Hattar virðast vera að komast aftur í tísku. Það veit aðeins á gott. Svo þarf aðeins að leyfa götulistamönnum að iðka listir sínar í miðbænum fyrir pening og La Belle Epoche Íslands verður að veruleika. […]