Frægð og viský

Ég hallast að því að tónlistarmyndbönd 50 Cent séu til þess gerð að afla honum vorkunnar. Þarna situr strákgreyið bringubera, og vill aðeins fá að rappa og reykja vindla í friði, en getur það ekki vegna áfergju vergjarnra stúlkukinda sem sjá hann ekki í friði. Það er erfitt líf, sem menn ávinna sér með frægðinni.

Einhvernveginn finnst mér sú ímynd sem hann hefur skapað sér, af berbrjósta vindlareykjandi sterafjalli með derhúfu, vera mjög trúverðug. Það er til dæmis mun trúverðugra að þannig menn séu skotnir úti á götu en t.a.m. Justin Timberlake.

Á morgun ætla ég að kaupa mér 12 ára gamalt Dalmore og eiga til góða. Ekki verður viský til annars átt, en til góðs.