Meira um Leifsstöð

Það er kannski rétt að bæta því við að athugasemdin um bjórdrykkju í Leifsstöð er byggð á eigin reynslu, ekki af saurlifnaði og drykkjufísn móður minnar, sem er áreiðanlega einmitt núna að sporðrenna sína þriðja glasi af sódavatni, sakleysinginn.

Í ágúst fæ ég sjálfur að líta Leifsstöðina innanfrá. Eins gott að engin seinkun verði þá. Ekki nenni ég að hella mig fullan á flugstöðvarbarnum og verða of seinn í sukkið og svínaríið á Spáni. Það er ekki sama, Jón og séra Jón.

Næstu páska lít ég svo flugstöðina enn einu sinni, en þá verður förinni heitið til Rússlands. Gaman væri, ef ég fengi að sjá hræið.

Hraðakstur og fokkíng Leifsstöð

Jæa, vaknaði klukkan átta og keyrði mömmu og litlu skepnuna út á Keflavíkurflugvöll. Ég keyrði á 90 alla leiðina, meðan einhverjir dólgar keyrðu framúr mér á 150, steytandi hnefanum, hastandi á mig einhverjum spænskum ónotaorðum. Hvað þýðir svosem el hijo de puta?

En nei, ef einhver hafði áhuga, þá á ég afar erfitt með að keyra hraðar en 90 á þjóðvegum úti. Innanbæjar hef ég farið svo hratt sem 130, en þá var ég líka of seinn í vinnuna, og þurfti að keyra frá Laugarnesi suður í Kópavog. Það er miklu auðveldara að stunda hraðakstur innanbæjar. Ætli það sé ekki bara svona meldað í mig hve fólk á það mun fremur til að drepa sig úti á landi en innanbæjar.

Hvaða bull er það annars að Reykjanesbrautin sé orðin tvöföld? Jú, kannski á þriggja kílómetra kafla.

Svo hringdi mamma í mig rétt í þessu. Þau munu víst þurfa að húka inni í Leifsstöð til eitt vegna seinkunar. Það er auðvelt að fá óbeit á Leifsstöð undir þeim kringumstæðum, sérstaklega þegar allur gjaldeyririnn fer að hverfa á flugstöðvarbarnum. En hvað annað er hægt að gera í svona Limbo, en að drekka bjór?