Monthly Archives: ágúst 2005

Tilvitnun dagsins 0

Ég: Ég ætla að gá hvort Gísli Marteinn sé kominn með heimasíðu. Þórður bróðir: Er það ekki bara Barnaland.is?

Meira um Össur 0

Kolbeinn Óttarsson Proppé orðar hlutina betur en ég gerði í síðustu færslu. Það má lesa hér.

Skærur Össurar 0

Ekki veit ég hver fjandinn gengur að Össuri Skarphéðinssyni þessa dagana. En honum nægir ekki að brigsla Árna Þór fyrir að tilgreina lágmarksmarkmið VG í komandi borgarstjórnarkosningum, heldur ræðst hann gegn niðjum Svavars Gestssonar fyrir það eitt að vera niðjar hans. Það er viðbúið að sjónarmið Össurar væru önnur ef Vinstri-grænir hefðu haldið sig í […]

Versta leikrit allra tíma? 0

„Halldór í Hollywood er nýtt verk eftir Ólaf Hauk Símonarson sem frumsýnt verður 14. október. Leikritið byggir á Ameríkuárum Halldórs Laxness 1927-1929 þegar Halldór var ungur ofurhugi. Í Hollywood heillaðist hann af kvikmyndaiðnaðinum og ætlaði sér að slá í gegn sem handritshöfundur kvikmynda. Í leikriti Ólafs Hauks sjáum við hvernig dvöl Halldórs í Ameríku varð […]

Mín árlegu veikindi 0

Ég hef haft hálsbólgú (ákvað að leyfa þessari villu að standa) síðan ég kom heim úr sumarreisunni og hóstaköstin eru sem endranær að gera mig geggjaðan. Ekki hefur hóstinn heldur sjatnað, þvert á móti hefur hann aðeins versnað og nú er svo komið að stundum þarf ég að hósta svo mikið að ég einfaldlega kúgast […]

Hugmynd 0

Ég skal leyfa hverjum sem vill fjármagna að nota hugmynd mína um að framleiða „Life ends at 40“ lyklakippur. Hana, þar fór fjórðungur lesenda.

Smjör og ostur 0

Fólk er svo latt nútildags, sagði fýlupúkinn og teygði sig í pakka af niðursneiddum osti. Niðursneiddur ostur er hámark letinnar. Það vantar bara að hægt sé að kaupa tilbúnar smjörhimnur sem hægt væri að leggja beint ofan á brauð. Það væri eitthvað fyrir sjónvarpsmarkaðinn. Þeir myndu sýna myndir af fólki að skera brauð í tætlur […]

Ljóta staðreynd dagsins 0

Þegar framkvæmdastjórn vinnustaðaðarins segir þér að þú sért traustur og reyndur starfsmaður er það ekki vegna þess að þú sért það. Þeir vilja hafa þig í vasanum því þú ert einn þeirra fáu eða sá eini sem þeir hafa. Verið því viðbúin fjölgun vinnustunda, styttingu kaffitíma og skertu fríi þegar þið verðið vör við undraverðan […]

Русский язык 0

Я Арнгримур. Eins og þið vitið það ekki nú þegar!

Tilvitnun dagsins 0

Tilvitnun dagsins á litli bróðir minn, sem hefur alveg sérstakan talanda þegar hann reynir að bæta mettímann í að koma einhverju frá sér. Í þetta sinn sagði hann mér brandara úr einhverjum grínþætti: &#8222Það var ógeðslega fyndið í Tom and Berry, þegar Sparky kom svona með hjarta á Valentine’s Day, og sagði: Here’s a card […]