Daily Archives: 13. september, 2005

Kaffi dauðans 0

Ugh! Þessir tveir kaffibollar sem ég borðaði í morgun eru að umturna í mér meltingarveginum. Það vona ég að skólinn fari að ráða til sín umsjónarmann í mötuneytið, svo það verði ekki alltaf nýtt fólk á kaffivélinni hverju sinni. Það er ekki hægt að hafa svona lítið kaffi í korginum.

Svona sést varla lengur 0

Ég finn mig knúinn til að gera sem svo margir aðrir á undan mér og lofa þessi meistaralega ortu sléttubönd. Raunar get ég ekki sagt annað en að þau séu einhver þau allra bestu sem ég hef séð. Sannarlega er meistari hér á ferð.