Daily Archives: 6. október, 2005

112863996247618931 0

Það er orðið nokkuð um að ég skrifi hér bloggfærslur sem ég svo vil ekki birta. Þetta fór að gerast eftir að ég byrjaði aftur að halda dagbók. Ef ég gæti mín ekki vel á því að aðgreina þetta tvennt gæti svo farið að ég birti eitthvað persónulegt á þessari síðu!

Hugleiðingar 0

Enska þykir mér ekki fallegt tungumál eins og hún er töluð í dag. Alvöru ensku má finna í verkum manna eins og Edgars Allans Poe. Að sama skapi þykir mér íslenska hafa átt sinn fífil fegurri. En það þýðir lítið að sýta breytingarnar. Það er fyrst og fremst hvers og eins að reyna að breyta […]

Fordómaminnkun 0

Ég las Afmælisgjöfina eftir Ágúst Borgþór Sverrisson á dögunum. Hún hjálpaði mér við að hrista eilítið af mér fordóma mína gagnvart nútímabókmenntum. Ekki algjörlega samt, fyrr má nú vera. En ég er á leiðinni. Sagan er fín, þótt hún sé kannski ekki meistaraverk á borð við Ósigur ítalska loftflotans í Reykjavík 1933. Úff, þetta kemur.

Ofvitinn 0

Mér finnst leiðinlegt í öllum umræðum um Ofvitann eftir meistara Þórberg hvernig menn þrástagast á því hve fyndin hún sé. Auðvitað er hún drepfyndin, en hún er svo miklu meira en það. Það vill oft gleymast að þótt bókin sé færð í húmorsbúning leið Þórbergi alls ekki vel á þessum tíma. Hann var sárfátækur, með […]