Læknisferð

„Je minn,þú þarft að fara til læknis ef þetta er kviðslit!“ kommentaði Silja. Þessu ætlaði ég í gríni að svara þannig að ég ætlaði bara að harka þetta af mér. Nema svo fer ég til læknis og mér er sagt að harka þetta bara af mér, ég muni vita þegar þar að kemur hvort þetta er kviðslit. Ég hef þá eitthvað til að hlakka til.

Peningunum hefði semsagt mátt eyða í eitthvað þarfara. Ég er ekki einn þeirra sem trúir því að betra sé að sóa peningum og vera viss um eigin heilsu. Mest gleðst ég þegar ég fer til læknis og mér er sagt að það hafi verið eins gott ég hefði komið, annars mætti guð vita hver hryllingurinn hefði komið fyrir mig. Þá fæ ég að minnsta kosti andvirði peninga minna í þjónustu.